top of page

Útboðssíðan

,,Upplýsingavefur um opinber innkaup þar sem fjallað er um það sem skiptir máli á sviði opinberra innkaupa"

Útboðssíðan er upplýsingavefur um opinber innkaup þar sem fjallað er á aðgengilegan og faglegan hátt um það sem skiptir máli á sviði útboða og innkaupa.
 

Á vefsíðunni beinum við athyglinni að því sem er efst á baugi hverju sinni, með reglulegum fréttum, fróðleik og greiningum sem varða opinber innkaup, bæði hér á landi og í alþjóðlegu samhengi, þar á meðal innan Evrópusambandsins.

Efni á Útboðssíðunni getur meðal annars tekið til breytinga á lögum og reglum, dóma og úrlausna, málefna líðandi stundar, þróunar á útboðsmarkaði, nýsköpunar í innkaupum, viðtala við fagfólk, fræðslu, ráðstefna og málstofa, auk annarra upplýsinga sem nýtast þeim sem starfa á sviði opinberra innkaupa.

Síðan er einkum ætluð starfsfólki innkaupa- og útboðsmála hjá sveitarfélögum, ríkisaðilum og öðrum opinberum stofnunum, sem og fyrirtækjum og bjóðendum sem taka þátt í opinberum innkaupaferlum.

Umsjónaraðili síðunnar er Birgir Örn Birgisson, kt. 260478-3899.

bottom of page