Hagsýni í rekstri ríkisins
- Ritstjóri

- Mar 5, 2025
- 1 min read

Þann 2. janúar 2025 óskaði ríkisstjórnin eftir tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig hægt væri að hagræða í rekstri ríkisins. Hægt er að senda inn tillögur í samráðsgátt til 23. janúar og var fólk hvatt til að hafa tillögurnar skýrar.
Metþátttaka var í samráðinu en alls bárust 3.985 umsagnir. Aldrei áður höfðu fleiri umsagnir borist um eitt mál í samráðsgátt stjórnvalda. Fjögurra manna hagræðingarhópur sem skipaður var af forsætisráðherra var svo falið ítarlegri úrvinnsla og greining á innsendum tillögum.
Niðurstaða hópsins, sem skipaður var þeim Björn Inga, Victorssyni, Hildi Georgsdóttur, Oddnýju Árnadóttur og Gylfa Ólafssyni, var opinberuð 4. mars 2025. Í skýrslu hópsins var að finna tugi tillagna sem hópurinn gerði að sínum og lagði til að ráðist yrði í eða þær skoðaðar nánar af stjórnvöldum.
Í tillögum hópsins, er vörðuðu opinber innkaup, var bent á nauðsyn þess að stofnanir gerðu innkaupaáætlanir og á það var skoða þyrfti leiðir til að tryggja það að mögulegt væri að framfylgja loforðum um magn innkaupa í rammasamningu. Þá var það einnig tekið fram að skoða þyrfti hlutverk Fjársýslunnar með tilliti til samkeppni við einkaaðila sem veita innkaupaþjónustu.


Comments