Átakshópur innkaupa
- Ritstjóriii
- 2 days ago
- 1 min read

Þann 1. september 2025 var greint frá því á vef stjórnarráðsins að stefnulýsing ríkisstjórnarinnar leggi áherslu á að ná stöðugleika í efnahagslífi, lækkun verðbólgu og vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Snar þáttur í að ná þeim markmiðum er að hagræða í rekstri ríkisins.
Greint er frá því að sérstakur átakshópur innkaupa vinni að fjölmörgum aðgerðum sem miða sérstaklega að því að bæta yfirsýn og stuðla að gagnadrifinni ákvarðanatöku í innkaupastefnu ríkisins. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á er að samræma verklag og innleiða betri upplýsingastreymi til að nýta gögn til stefnumótunar, árangursmælinga og stefnumótandi ákvarðana í innkaupum ríkisins. Þetta á að stuðla að skilvirkari nýtingu skattyfirfærsla og aukinni samkeppni í opinberum innkaupum, með það að markmiði að ná fram betri árangri og auknu gagnsæi í ferlum ríkisins.



Comments