Læst í upplýsingatækni
- Ritstjóri

- Sep 7, 2021
- 1 min read

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um það hvernig er hægt að komast úr læstri stöðu í opinberum samningum.
Í frétt Stjórnarráðsins kemur fram að opinberir aðilar nýta hugbúnaðarkerfi og tæknivörur frá mörgum mismunandi birgjum í samræmi við útvistunarstefnu og lög um opinber innkaup. Fyrir kemur þegar líður á samningstíma, að aðilar uppgötva að þeir eru í þröngri samningsstöðu gagnvart birgjum og teljast læstir í núverandi fyrirkomulagi. Slík staða getur til lengri tíma reynst mjög kostnaðarsöm og þrengt þá stöðu sem rekstraraðilar hafa til umbóta og fjárfestinga í betri þjónustu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur því útbúið leiðbeiningar sem ætlað er að aðstoða opinbera aðila við að koma í veg fyrir óæskilega læsingu hjá birgjum auk þess sem farið er yfir leiðir sem geta gagnast við að komast úr læstri stöðu. Þá fjármuni sem sparast má svo nýta til hagræðingar, bættrar þjónustu og aukinnar nýsköpunar. Mikilvægt er að opinberir rekstraraðilar rýni alla eldri samninga með hliðsjón af leiðbeiningunum.
Hér fyrir neðan er að finna hlekk á umræddar leiðbeiningar.



Comments