Mikilvægi góðs undirbúnings
- Ritstjóriii
- 2 days ago
- 1 min read
Updated: 1 day ago
Verkframkvæmdir, hvort sem um er að ræða endurbætur eða nýbygging, eru oftast nær mjög kostnaðarsamar. Ákvörðun um það hvor ráðast skuli í endurbætur eða nýbyggingu er oftast nær tekin út frá fyrirliggjandi kostnaðaráætlun og iðulega taka fjárheimildir verkkaupa mið af slíkum áætlunum.
Við undirbúning framkvæmda er oft nauðsynlegt að leita til sérfræðinga á sviði innkaupa, arkitektúrs, hönnunar, verktöku og verkeftirlits. Mikilvægt er að val á slíkum sérfræðingum fari fram í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup.
Við gerð útboðsgagna skiptir máli að þau séu bæði skýr og hnitmiðuð, svo bjóðendur geti lagt fram raunhæf og markviss tilboð. Einnig þarf að skilgreina ábyrgð þeirra sem koma að framkvæmdinni fyrir hönd verkkaupa með skýrum hætti.
Vandaður undirbúningur er lykilatriði, því annmarkar og ágreiningsmál geta valdið töfum og ófyrirséðum útgjöldum sem ekki er gert ráð fyrir í áætlunum verkkaupa.
Consensa býr yfir mikilli reynslu og sérfræðiþekkingu þegar kemur að framkvæmd útboða er varða verkframkvæmdir og val á sérfræðingum í tengslum við fyrirhugaðar verkframkvæmdir.
Ef ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir getur marg borgað sig að hafa leita til aðila sem búa yfir reynslu og sérfræðiþekkingu er varða framkvæmd útboða.



Comments