Ákvörðun - mál nr. 35/2025
- Ritstjóri

- 2 days ago
- 1 min read
Updated: 1 day ago

Kæran málsins laut að útboði Kópavogsbær um endurnýjun gervigrass í Fífunni, þar sem Metatron ehf. kærði val á tilboði Exton ehf. Ágreiningur reis um hvort kæran hefði haft í för með sér sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar samkvæmt lögum nr. 120/2016.
Kærunefndin lagði til grundvallar að varnaraðili hefði tilkynnt endanlega töku tilboðs 15. júlí 2025, sem samkvæmt 3. mgr. 86. gr. laganna hafði þau réttaráhrif að bindandi samningur komst á milli kaupanda og Exton ehf. Nefndin taldi að lögin heimiluðu ekki einhliða afturköllun slíkrar tilkynningar með þeim áhrifum að samningur félli úr gildi, þrátt fyrir að kaupandi hefði síðar lýst því yfir að tilkynningin hefði verið send fyrir mistök.
Af því leiddi að samningsgerð hafði þegar átt sér stað þegar kæran barst og því gat kæran ekki leitt til sjálfkrafa stöðvunar samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 107. gr. laga nr. 120/2016.


Comments